Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 486 . mál.


1080. Breytingartillögur



við frv. til l. um öryggisþjónustu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Ögmundi Jónassyni.



    Við 1. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Þess skal gætt að öryggisþjónusta í atvinnuskyni fari ekki inn á starfssvið opinberrar löggæslu og slökkviliðs.
    Við 2. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Rekstraraðili öryggisþjónustufyrirtækis skal hafa ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi, sem hefur starfsleyfi hér á landi, sem tryggir viðskiptamanni fyrirtækisins bætur ef hann verður fyrir fjárhagstjóni sem fyrirtækið eða starfsmenn þess bera skaðabótaábyrgð á.
    Við 4. gr. Á eftir orðunum „18 ára að aldri“ komi: uppfylla skilyrði b-, c- og d-liðar 2. gr.