Ferill 409. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 409 . mál.


1136. Breytingartillaga



við frv. til l. um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Guðmundi Árna Stefánssyni


og Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Við gildistöku laga þessara skal taka starfskjör bankastjóra, staðgengla bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og forstöðumanna til endurskoðunar. Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skulu laun þeirra og önnur starfskjör miðuð við laun og starfskjör stjórnenda ríkisstofnana sem kjaranefnd ákveður. Seta þeirra fyrir hönd hlutafélaganna í stjórnum annarra fyrirtækja eða stofnana skal talin hluti af almennri starfsskyldu. Ferða- og dvalarkostnaður, bifreiðahlunnindi o.fl. skal vera hinn sami og annarra bankastarfsmanna.