Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 197 . mál.


1159. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á vegalögum, nr. 45/1994.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust á 120. þingi frá Vegagerðinni og Umferðarráði.
    Við umfjöllun um tillöguna í samgöngunefnd var rætt um þýðingu reiðhjólabrauta í þéttbýli og strjálbýli og vakin athygli á nauðsyn þess að auka öryggi reiðhjólamanna sem fer fjölgandi.
    Á hinn bóginn er ljóst að kostnaður við gerð reiðhjólastíga gæti orðið mikill auk þess sem vel hefur gefist að gangstígar og þar með reiðhjólastígar séu á verksviði sveitarfélaga. Þó er ljóst að huga verður að öryggi hjólreiðamanna utan þéttbýlissvæða.
    Því er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar í tengslum við endurskoðun vegalaga og með ósk um að Vegagerðin meti kostnað auk þess kostnaðar sem sveitarfélögin verða að bera.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.
    Kristján Pálsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. maí 1997.



Einar K. Guðfinnsson,

Magnús Stefánsson.

Egill Jónsson.


form., frsm.



Stefán Guðmundsson.

Árni Johnsen.

Ragnar Arnalds.



Guðmundur Árni Stefánsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.