Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 387 . mál.


1162. Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir og sjómælingar innan efnahagslögsögunnar.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hafstein Hafsteinsson frá Landhelgisgæslunni og Hilmar Helgason frá Sjómælingum Íslands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efla rannsóknir og sjómælingar við landið, með sérstakri áherslu á hafsvæðið innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar fyrir sunnan landgrunn Íslands frá Reykjaneshrygg að Færeyjahrygg.

Alþingi, 9. maí 1997.



Steingrímur J. Sigfússon,

Guðmundur Hallvarðsson.

Árni R. Árnason.


form., frsm.



Stefán Guðmundsson.

Einar Oddur Kristjánsson.

Hjálmar Árnason.



Lúðvík Bergvinsson.

Vilhjálmur Egilsson.

Sighvatur Björgvinsson.