Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 523 . mál.


1199. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 6/1986, um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson frá landbúnaðarráðuneyti og Brynjólf Sandholt yfirdýralækni. Þá barst nefndinni umsögn um málið frá Landgræðslu ríkisins.
    Nefndin telur rétt að búfjáreigendur fái að velja hvort þeir kjósa að merkja sauðfé sitt og geitfé með brennimarki eða plötumerki og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Við 1. gr. 4. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Skylt er að brennimerkja eða plötumerkja allt ásett sauðfé og geitfé með brennimarki eða númeri lögbýlis eða eiganda, sýslutákni og númeri sveitarfélags.

Alþingi, 12. maí 1997.



Guðni Ágústsson,

Egill Jónsson.

Ágúst Einarsson.


form., frsm.



Guðjón Guðmundsson.

Magnús Stefánsson.

Sigríður Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.



Lúðvík Bergvinsson.

Hjálmar Jónsson.

Árni M. Mathiesen.