Ferill 529. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 529 . mál.


1269. Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1996, sbr. lög nr. 165/1996.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarpið til meðferðar og leitað skýringa um einstök atriði frá fjármálaráðuneyti. Nefndin leitaði enn fremur eftir áliti Ríkisendurskoðunar um frumvarpið.
    Greiðsluyfirlit samkvæmt frumvarpinu sýnir að innheimtar tekjur eru 545 millj. kr. hærri en fjárlög og fjáraukalög 1996 gerðu ráð fyrir. Á gjaldahlið er óskað eftir nettó lækkun á heimildum að fjárhæð 1.441,5 m.kr. sé miðað við heimildir samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum 1996. Lækkunin skýrist af því að ónotaðar fjárheimildir eru að fjárhæð 3.730 m.kr. og umframgjöld að fjárhæð 2.289 m.kr.
    Meiri hluti nefndarinnar tekur undir athugasemdir Ríkisendurskoðunar um að nauðsynlegt sé að taka í frumvarpið yfirlit um umframgjöld stofnana og fjárlagaliða og leggur því fram breytingartillögu þar sem viðbótarfjárheimildir á einstakar stofnanir koma fram.
    Meiri hlutinn leggur áherslu á að í kjölfar breytinga samkvæmt frumvarpi að lögum um fjárreiður ríkisins verði settar skýrar reglur um flutning fjárheimilda svo og ónotaðar fjárveitingar.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 13. maí 1997.



Jón Kristjánsson,

Sturla Böðvarsson.

Árni Johnsen.


form., frsm.



Árni M. Mathiesen.

Ísólfur Gylfi Pálmason.

Hjálmar Jónsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.