Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 309 . mál.


1286. Nefndarálit



um till. til þál. um vegáætlun fyrir árin 1997–2000.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Minni hluti nefndarinnar gagnrýnir harðlega fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um vegáætlun og breytingartillögur meiri hlutans. Ástæðurnar eru aðallega af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru engin haldbær rök sem mæla með því að stytta áætlunartímabilið um helming, eins og meiri hluti nefndarinnar leggur til. Upphafleg tillaga, sem samgönguráðherra mælti fyrir við fyrri umræðu málsins, gerði ráð fyrir hefðbundinni endurskoðun, þ.e. að þingið afgreiddi nýja vegáætlun til næstu fjögurra ára, 1997–2000. Allt starf nefndarinnar miðaðist við þann ramma eða þar til meiri hlutinn tilkynnti í síðustu viku að ríkisstjórnin hefði ákveðið að áætlunin ætti aðeins að ná til næstu tveggja ára. Engar skýringar hafa komið fram á þessum gjörbreyttu vinnubrögðum sem draga mjög úr vægi hinnar mikilvægu áætlunargerðar. Hér er í raun gengið í þveröfuga átt við það sem almennt er talið skynsamlegt, þ.e. að leggja línur enn lengra inn í framtíðina en hin venjubundnu fjögur ár. Minni hlutinn tekur ekki ábyrgð á vinnubrögðum í þessa veru. Því er unnt að fullyrða að ekki sé um raunverulega áætlunargerð að ræða við afgreiðslu vegáætlunar að þessu sinni, heldur einvörðungu verið að endurskoða og skera niður gildandi vegáætlun sem ætlað var að standa til ársloka 1998.
    Þannig á ekki að standa að áætlunargerð. Þetta þýðir í raun að þær vegaframkvæmdir, sem gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun samgönguráðherra á árunum 1999 og 2000, eru óafgreiddar og fullkomin óvissa á öllu landinu um hvernig með þær framkvæmdir verður farið og hvort í þær verður ráðist. Það er óþolandi ástand. Víða er að finna samkomulag í einstökum kjördæmum um að forgangsraða verkefnum í tímaröð næstu fjögur árin. Þannig höfðu sum landsvæði fallist á að verða seinna á áætlunartímabilinu gegn því að tryggt yrði að þá yrði ráðist í framkvæmdir. Nú eru slíkir samningar í uppnámi því að meiri hlutinn skilar auðu hvað varðar árin 1999 og 2000.
    Í öðru lagi gagnrýnir minni hlutinn niðurskurð í framlögum til vegamála. Í fylgiskjali I er birt tafla, unnin af Vegagerðinni, yfir framlög til verkefnaflokka í vegáætlun þar sem bornar eru saman tölur í gildandi vegáætlun sem Alþingi samþykkti 25. febrúar 1995. Þar sést niðurskurðurinn greinilega. Allt tal þessarar ríkisstjórnar um mikilvægi og arðsemi samgöngubóta til að treysta byggð í landinu og auka umferðaröryggi reynist hjóm eitt þegar til kastanna kemur. Dregið er stórlega úr framlögum. Sú gjörð er á ábyrgð núverandi stjórnarmeirihluta. Ekki síður er sýnilegur sá mikli niðurskurður í vegamálum sem núverandi ríkisstjórn er ábyrg fyrir þegar fylgiskjal II er skoðað, en þar hefur hagdeild Vegagerðarinnar tekið saman fjárhagsleg viðskipti vegasjóðs og ríkissjóðs á árunum 1986–2000. Þar er þróunin á yfirstandandi kjörtímabili öll á verri veg. Af mörkuðum tekjum til vegasjóðs og sérstökum framlögum rennur æ minna til vegabóta en hærri fjárhæðir í ríkissjóð.
    Á hinn bóginn var niðurskurður yfirstandandi árs ákveðinn við fjárlagaafgreiðslu í desember sl. þannig að vegáætlun fyrir árið 1997 tekur mið af þeirri gjörð. Enn er þó möguleiki á að snúa við óheillaþróun niðurskurðar og svikinna loforða í vegamálum við raunverulega endurskoðun vegáætlunar 1998–2001 og enn fremur við fjárlagagerð fyrir komandi ár.
    Minni hlutinn gerir ekki athugasemdir við einstakar tillögur. Um þau mál hefur verið þokkaleg sátt innan nefndarinnar þótt ævinlega megi deila um einstakar framkvæmdir og forgangsröðun. Auk þess hafa niðurstöður kjördæmahópanna verið færðar inn í tillöguna þar sem það á við.
    Í ljósi framangreinds mun því minni hlutinn sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tekjuhlið áætlunarinnar en greiða gjaldahlið hennar atkvæði. Það er þó gert með vísan til athugasemda sem fram koma í álitinu.

Alþingi, 13. maí 1997.



Guðmundur Árni Stefánsson,

Ragnar Arnalds.

Ásta R. Jóhannesdóttir.


frsm.




Fylgiskjal I.


Vegagerðin:

Samanburður á vegáætlun fyrir árin 1995–1998


og tillögu um vegáætlun fyrir árin 1997–1998.



Endurskoðuð


Vegáætlun 1995–1998

vegáætlun 1996

Vegáætlun 1997–1998


1996

1997

1998

1996

1997

1998


m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.

%

m.kr.

%

m.kr.

%



Alm. verk. og bundið slitl.     
957
753 815 782      81 ,7 595      79 ,0 751      92 ,1
Höfuðborgarsvæðið     
484
557 578 431      1
89
,0
479      1
86
,0
548      1
94
,8
Stórverkefni     
567
702 630 463      81 ,7 560      79 ,8 586      93 ,0
Framkvæmdaátak     
1.032
774 516 650      2
63
,0
650      2
84
,0
500      2
96
,9
Skeiðarársandur     
     250      100
Stofnvegir samtals     
3.040
2.786 2.539 2.326      76 ,5 2.534      91 ,0 2.485      97 ,9
Tengivegir     
336
372 392 275      81 ,8 335      90 ,1 355      90 ,6
Brýr          
159
163 163 130      81 ,8 147      90 ,2 160      98 ,2
Safnvegir     
181
194 194 159      87 ,8 170      87 ,6 177      91 ,2

1 Skuld við Reykjavík haldið utan við lækkun.
2 Frestun til 1999.

Fylgiskjal II.


Vegagerðin:

Uppgjör vegasjóðs gagnvart ríkissjóði 1986–2000.



1986

1987

1988

1989

1990

1991

1992



Innheimtar markaðar tekjur      1.960
,0 2.288 ,9 3.005 ,0 4.120 ,0 4.501 ,0 5.154 ,0
5.731 ,0
Sérstök framlög      0
,0 0 ,0 0 ,0 0 ,0 0 ,0 0 ,0
0 ,0
Greiðslur alls til Vegagerðarinnar      1.959
,4 2.151 ,0 2.900 ,0 3.718 ,0 4.690 ,0 5.190 ,0
5.566 ,1
Mismunur (verðlag hvers árs)      0
,6 137 ,9 105 ,0 402 ,0 -189 ,0 -36 ,0
164 ,9
Vísitala vegagerðar (meðaltal árs)      1.770
,0 2.223 ,0 2.780 ,0 3.374 ,0 4.254 ,0 4.554 ,0
4.645 ,0
Mismunur (verðlag vegáætl. 1997) 1
,8 331 ,9 202 ,1 637 ,4 -237 ,7 -42 ,3
189 ,9
Staða í árslok (verðlag 1997)      1
,8 333 ,7 535 ,8 1.173 ,2 935 ,5 893 ,2
1.083 ,1

1993

1994

1995

1996 1

1997 2

1998 2

1999 2

2000 2



Innheimtar markaðar tekjur      6.158
,0 6.447 ,0 6.842 ,0 7.347 ,0 7.495 ,0 7.608 ,0 7.722 ,0
7.837 ,0
Sérstök framlög      0
,0 0 ,0 350 ,0 350 ,0 350 ,0 350 ,0 350 ,0
0 ,0
Greiðslur alls til Vegagerðarinnar      7.317
,1 7.305 ,9 7.612 ,0 6.940 ,0 7.089 ,0 7.102 ,0 7.116 ,0
7.331 ,0
Mismunur (verðlag hvers árs)      -1.159
,1 -858 ,9 -420 ,0 757 ,0 756 ,0 856 ,0 956 ,0
506 ,0
Vísitala vegagerðar (meðaltal árs)      4.757
,0 4.894 ,0 5.026 ,0 5.167 ,0 5.350 ,0 5.350 ,0 5.350 ,0
5.350 ,0
Mismunur (verðlag vegáætl. 1997) -1.303
,6 -938 ,9 -447 ,1 783 ,8 756 ,0 856 ,0 956 ,0
506 ,0
Staða í árslok (verðlag 1997)      -220
,5 -1.159 ,4 -1.606 ,5 -822 ,6 -66 ,6 789 ,4 1.745 ,4
2.251 ,4
Ferjur (fjárveit. hvers árs)      380
,0 530 ,0 469 ,0 466 ,0 672 ,0 440 ,0 208 ,0
430 ,0
Ferjur (verðlag vegáætl. 1997)      427
,4 579 ,4 499 ,2 482 ,5 672 ,0 440 ,0 208 ,0
430 ,0

1 Tölur fyrir innheimtu 1996 eru ekki endanlegar, en ættu samt ekki að breytast mikið.
2 Tölur samkvæmt þingsályktunartillögu um vegáætlun fyrir árin 1997–2000.