Almannatryggingar

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 18:01:09 (3085)

1998-01-27 18:01:09# 122. lþ. 52.8 fundur 348. mál: #A almannatryggingar# (lögheimilisskilyrði, slysatrygging sjómanna o.fl.) frv., heilbrrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[18:01]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar ég lagði fram þetta stjfrv. sem er til umræðu var ekki búið að samþykkja þá breytingu á lögunum sem hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson og fleiri þingmenn lögðu fyrir þingið. Það frv. fór til heilbr.- og trn. og síðan til heilbrrn. og voru gerðar gagngerðar breytingar á frv. Það er alveg í samræmi við þetta frv. sem hér liggur fyrir. Við höfum látið skoða það lögfræðilega hvort rétt sé á málum haldið og höfum við fengið upplýsingar um að svo sé.

Um það hvort rétt sé að prenta upp frv. aftur --- það held ég að sé algjör óþarfi. Þingmönnum er í fersku minni sú umræða sem fór fram um þá grein sem í frv. stendur og hún er óbreytt frá þeim lögum sem fyrir liggja utan eitt orð. Það stendur loftfar í staðinn fyrir flugvélar. Að öðru leyti er það eins. Ef hv. heilbr.- og trn. telur rétt að gera breytingar á þeirri grein, þá mun hún að sjálfsögðu koma með tillögu um það.