Fjármagn vegna mælinga á geislavirkum efnum í sjó

Miðvikudaginn 04. febrúar 1998, kl. 14:16:53 (3395)

1998-02-04 14:16:53# 122. lþ. 58.4 fundur 395. mál: #A fjármagn vegna mælinga á geislavirkum efnum í sjó# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., SvG
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur

[14:16]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það færist í vöxt að þingmenn bera fram fyrirspurnir og þeim er svarað í fjölmiðlum daginn áður en fyrirspurnin er á dagskrá í Alþingi. Það er ósmekklegt. Það mikilvæga í málinu er málefnið sjálft eins og hv. fyrirspyrjandi gat um. En þessi framkoma við þingmenn og þingið er beinlínis ólíðandi. Mér fyndist koma til greina að hæstv. forseti skrifaði öllum ráðherrum og setti ofan í við þá fyrir vinnubrögð af þessu tagi, þetta er ekki hægt. Það eru engin rök fyrir því að gera þetta svona. Það hefði t.d. mátt hugsa sér það að málið hefði verið kynnt í dag í svari við fyrirspurninni og sagt frá því að á morgun eða seinna í dag yrði málið afgreitt í ríkisstjórn eða eitthvað því um líkt. En að gera það eins og ráðherra gerði er ekki mjög merkileg framkoma við alþingismenn og ég skora á hæstv. ráðherra að taka tillit til þessara sjónarmiða.