Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 11:02:05 (3434)

1998-02-05 11:02:05# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[11:02]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Brtt. mín heyrir einungis bráðabirgðaákvæðinu, ekki 1. mgr. sveitarstjórnarlagafrv. þar sem segir að landinu skuli öllu skipt í sveitarfélög. Þjóðlendufrumvarpið segir nákvæmlega fyrir um að landinu skuli skipt í sveitarfélög því að þar stendur á bls. 8:

,,Nefndin vekur athygli á þeirri grundvallarreglu sem fylgt hefur verið hér á landi, að stjórnsýslumörk sveitarfélaga ráðast af eignarmörkum þeirra fasteigna sem eru innan hvers sveitarfélags. Um afrétti hefur verið sett sú sérstaka regla í 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, að eigi íbúar tiltekins sveitarfélags upprekstrarrétt í afrétt sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka neins sveitarfélags skuli hann þá teljast til þess sveitarfélags. Ef íbúar fleiri en eins sveitarfélags eiga upprekstrarrétt í afréttinn og ekki næst samkomulag um til hvers þeirra hann skuli teljast sker ráðuneytið úr.``

Hæstv. forseti. Þetta heyrir einungis til aðferðinni við að leysa úr deilumálum ef upp kunna að koma.