Þjóðlendur

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 11:04:40 (3436)

1998-02-05 11:04:40# 122. lþ. 60.2 fundur 367. mál: #A þjóðlendur# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[11:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Skemmst er frá því að segja að það breytir ekki túlkuninni. En ef ég má lesa aðeins lengra úr þjóðlendufrumvarpinu:

,,Í frv. þessu eru sveitarfélögum fengin ákveðin verkefni um stjórnsýslu innan þjóðlendna óháð því hvort sá hluti þjóðlendu telst afréttur. Með úrlausn um mörk þjóðlendna og eignarlanda af hálfu óbyggðanefndar ætti að skapast grundvöllur til að leggja enn frekari grunn að því að skipa öllu landinu innan staðarmarka sveitarfélaga, en telja verður rétt að ákvæðum sveitarstjórnarlaga verði breytt til samræmis við þá hugtakanotkun sem viðhöfð er í þessu frumvarpi og settar efnisreglur um hvernig beri að skipa svæðum í þjóðlendum innan staðarmarka sveitarfélaga þegar ekki verður byggt á afréttarnotum.``

Þegar ekki verður byggt á afréttarnotun eins og er um jöklana.