Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 05. febrúar 1998, kl. 17:47:52 (3528)

1998-02-05 17:47:52# 122. lþ. 60.3 fundur 238. mál: #A stjórnarskipunarlög# (eignarréttur á náttúruauðæfum og landi) frv., Flm. RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[17:47]

Flm. (Ragnar Arnalds) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef nú kannski ekki margt fleira að segja um þá draugasögu sem formaður Alþfl. er að reyna að koma hér á loft um afstöðu formanns Alþb., hv. 5. þm. Suðurl., til þessarar tillögu. Það er úr lausu lofti gripið og þarf ekki að hafa frekari orð um það.

Það er leitt að hv. þm. skuli ekki ætla að taka þátt í frekari umræðum um þetta mál. Alþfl. hefur vissulega verið nefndur á nafn í þessari umræðu og hann er ekkert hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Hann verður að standa við sinn málflutning og gera grein fyrir honum og sætta sig við það að ekki geta allir fellt sig við þau sjónarmið sem þeir setja fram.