Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 14:24:12 (3760)

1998-02-12 14:24:12# 122. lþ. 66.4 fundur 366. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., Flm. GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:24]

Flm. (Guðný Guðbjörnsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi svör valda mér mjög miklum vonbrigðum og sýna enn einu sinni að þessi ríkisstjórn hefur í raun og veru engan pólitískan vilja í þessum efnum. Það er algert grundvallaratriði til að þau fallegu orð sem eru í jafnréttisáætluninni eða í stefnumálum og jafnréttismálum yfirleitt gangi fram, að til staðar sé pólitískur vilji. Og þessi orð ráðherrans sýna að þetta eiga aðeins að vera orð á blaði. Hér er ekki sú stefnufesta sem t.d. kom fram hjá Monu Sahl\-in í Svíþjóð, að þetta yrði forgangsmál og gengi í gegnum allt saman. Þetta á kannski að vera áhugamál jafnréttisráðherrans úti á útjaðrinum og nær e.t.v. ekki til neinna annrra ráðuneyta. Ég er mjög óánægð með þessi svör.