Íþróttalög

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 12:17:27 (3824)

1998-02-13 12:17:27# 122. lþ. 67.3 fundur 447. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[12:17]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Guðnýju Guðbjörnsdóttur fyrir að taka undir þau atriði sem ég benti á í ræðu minni áðan. Það má skjóta því inn sem er á vissan hátt kannski alvörumál líka að Vala Flosadóttir hefur fengið íþróttalegt uppeldi sitt að stórum hluta í Svíþjóð en við erum svo heppin að hún er íslenskur ríkisborgari þannig að við eigum öll saman þennan heiður en við getum í raun og veru vart þakkað okkur það nema að litlu leyti. En mig langar að benda á að hér eigum við enn eitt sameiginlegt áhugamál, við framsóknarmenn og Kvennalistinn, þ.e. að koma á jöfnuði í íþróttaiðkun á Íslandi.