Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 14:28:21 (3921)

1998-02-17 14:28:21# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[14:28]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Er það rangt að varaþingmaður Alþfl. hafi í tímaritsgrein fyrir einu ári borið ásakanir á lögregluna? Er það rangt að í skýrslu ríkissaksóknara komi fram að heimildarmenn hans séu ótilgreindir glæpamenn í fíkniefnaheiminum og einn nafngreindur? Er það rangt? Ég óska eftir að þegar hv. þm. fær tækifæri til síðar að hann geri grein fyrir því hvort þessar staðreyndir séu rangar. (Gripið fram í.) Eru menn að draga í efa að nefndur maður sé varaþingmaður Alþfl. í Suðurl.?

(Forseti (ÓE): Forseti biður menn að hafa hljóð meðan ráðherrann talar.)

Herra forseti. Ég heyri að sumir þingmenn jafnaðarmanna eiga erfitt með að hlusta á sannleikann. Sannleikanum verður stundum hver sárreiðastur.