Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 17:20:13 (3946)

1998-02-17 17:20:13# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[17:20]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði nú reyndar að það væri varla kappsmál nokkurs þingmanns að lögreglumenn segðu upp störfum. Ég bið hv. þm. að gæta að því að fara a.m.k. rétt með. Hitt er annað mál að lögreglan hefur legið undir árásum. Traustið á lögreglunni í landinu hefur minnkað. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Vissulega hefur verið ráðist gegn lögreglunni og ýmsir gert starf hennar tortyggilegt. Ég vona að þingmenn hafi ekki tekið þátt í því, ekki einu sinni varaþingmenn. Ég vona að svo sé ekki þó annað hafi komið fram í ræðum manna hér í dag.