Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 18:16:23 (3953)

1998-02-17 18:16:23# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[18:16]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að hv. þm. jafnaðarmanna hafa í þessari umræðu keppst við, hver á fætur öðrum, að lýsa því yfir að enginn þeirra hafi sakað mig um brot í starfi. Svo kemur hv. þm. og segir að aðalmálið og öll umræðan af hálfu Alþfl. snúist um ávirðingar í minn garð. Nú er eitthvað nýtt komið upp í þessu og ég skora á þingmenn jafnaðarmanna að skjóta á fundi og ræða þetta. Þessar yfirlýsingar ganga hver í sína áttina. Ég hygg að þeim væri það afskaplega hollt að halda smáfund og koma sér saman um það hver hafi verið kjarninn í þeirra málflutningi hér í dag.