Skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald

Fimmtudaginn 19. febrúar 1998, kl. 16:11:58 (4119)

1998-02-19 16:11:58# 122. lþ. 72.8 fundur 465. mál: #A skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald# þál., Flm. MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 122. lþ.

[16:11]

Flm. (Margrét Frímannsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fjalla sérstaklega um hugleiðingar hv. þm. um hvað hugsanlega gæti átt sér stað ef umrædd nefnd yrði sett á laggirnar. Ég minni á að hér talaði hv. þm. út frá óbreyttu kerfi í stjórn fiskveiða. Ég bendi honum hins vegar á till. sem hv. þm. Alþb. hafa flutt og Kristinn H. Gunnarsson er 1. flm. að, um að fella niður kvótakerfið. Eins hefur hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon flutt till. um þær breytingar sem gera þarf á því kerfi sem er í dag, m.a. til að taka á kvótabraski.