Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 23. febrúar 1998, kl. 18:00:10 (4165)

1998-02-23 18:00:10# 122. lþ. 73.9 fundur 189. mál: #A stjórn fiskveiða# (handfæraveiðar, veiðiskylda, krókaveiðar o.fl.) frv., 236. mál: #A stjórn fiskveiða# (brottfall laga) frv., 252. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (Hafrannsóknastofnun o.fl.) frv., 263. mál: #A ráðstafanir í sjávarútvegsmálum# (breyting ýmissa laga) frv., 269. mál: #A áhrif veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins# þál., 308. mál: #A rannsókn á áhrifum dragnótaveiða# þál., 487. mál: #A stjórn fiskveiða# (frysti- og vinnsluskip) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 122. lþ.

[18:00]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. skýr og greinargóð svör við spurningu minni. Ég tel að þau viðhorf sem hann setti fram í ræðu sinni séu vel þess virði að þau séu ígrunduð betur. Einkanlega ætti að athuga þá hættu sem hann telur vera á hagsmunaárekstrum. Þau lög sem þetta efni byggir á eru orðin gömul. Áður voru önnur viðhorf en eru í dag og þess vegna veruleg hætta á að núverandi fyrirkomulag leiði til hagsmunaárekstra.

Ég held að í sjálfu sér velkist enginn í vafa um að afleiðing af núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur verið sú að minni bátum hefur fækkað til mikilla muna. Ég á þá við minni vertíðarbáta sem voru hér á árum áður. Raunveruleikinn bendir því a.m.k. til þess að sú hætta sé til staðar.

Því miður, virðulegi forseti, er hæstv. sjútvrh. ekki viðstaddur og því ekki hægt að beina þessari fyrirspurn til hans. Ég ítreka þakklæti til hv. þm. fyrir að svara fyrirspurn minni vel og greinilega.