Húsnæðismál

Þriðjudaginn 10. mars 1998, kl. 15:08:55 (4515)

1998-03-10 15:08:55# 122. lþ. 83.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 122. lþ.

[15:08]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. var með dylgjur um að stjórnarsinnar stæðu ekki við hlið ráðherrans í þessu máli eins og hún orðaði það. Þess vegna vil ég taka það fram að þingflokkur framsóknarmanna stendur einhuga að baki hæstv. félmrh. í sambandi við flutning þessa máls. Ég veit ekki betur en svo sé einnig með þingflokk Sjálfstfl.

Við höfum hins vegar ekki tekið mikinn þátt í umræðunni. Ástæðan er einfaldlega sú að stjórnarandstæðingar hafa talað í tíu klst. eða meira og það gerir það að verkum að við höfum ekki viljað tefja umræðuna. Þessari umræðu er nú um það bil að ljúka og málið kemst þá væntanlega til málefnalegrar umfjöllunar í hv. félmn.

Ég tek fram að ég tel að hér sé um mjög gott og þarft mál að ræða. Ég óska eindregið eftir því og styð að það verði að lögum á þessu þingi.