Húsnæðismál

Þriðjudaginn 10. mars 1998, kl. 15:54:42 (4524)

1998-03-10 15:54:42# 122. lþ. 83.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 122. lþ.

[15:54]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Kjarasamningarnir sem ég var að hæla hér áðan eru gerðir á grundvelli nýrrar vinnulöggjafar. Ég veit að það er ekki allt saman nýrri vinnulöggjöf að þakka en ég bendi á að þetta eru betri og þjóðhagslega farsælli kjarasamningar en við höfum gert áður, held ég, og það er gert á grundvelli þessarar vinnulöggjafar með þeim aðferðum sem þar eru fyrir skrifaðar.

Það sem ég sagði um vinnumarkaðsaðgerðirnar og breytingarnar á lögunum um Atvinnuleysistryggingasjóðinn var að það væru bættir möguleikar atvinnulausra til þess að fá vinnu.