Húsnæðismál

Þriðjudaginn 10. mars 1998, kl. 16:04:48 (4530)

1998-03-10 16:04:48# 122. lþ. 83.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 122. lþ.

[16:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 13. þm. Reykv. og fyrrv. félmrh. þarf ekkert að kenna mér í samskiptum við sveitarfélög. Ég hef haft ákaflega gott samstarf við sveitarfélögin í landinu, bæði Samband ísl. sveitarfélaga svo og einstök landshlutasamtök og sveitarfélög. Ákvæðið um 5% er sett inn þarna að vali sveitarfélaganna í landinu, (JóhS: Allra?) að vali forsvarsmanna þeirra, þeirra sem semja fyrir þeirra hönd við félmrn. 5% er ekki endilega einhver heilög tala. Hún skal koma til endurskoðunar. Ég sé ekkert óeðlilegt við það að Seðlabankinn segi sitt álit á því en að sjálfsögðu geri ég þetta ekki á bak við sveitarfélögin. Ég áskil mér auðvitað allan rétt til þess að finna að við einstök sveitarfélög, t.d. ef þau uppfylla ekki félagsþjónustulegar skyldur sínar. Ég benti einmitt á það í gær að það væri kjörið tækifæri ef þingheimur óskar eftir, að herða á ákvæðinu í 45. gr. félagsþjónustulaganna um skyldur sveitarfélaga í húsnæðismálum.