Byggingar- og húsnæðissamvinnufélög

Þriðjudaginn 10. mars 1998, kl. 17:26:28 (4540)

1998-03-10 17:26:28# 122. lþ. 83.2 fundur 508. mál: #A byggingar- og húsnæðissamvinnufélög# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 122. lþ.

[17:26]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst það mjög mikilvæg yfirlýsing hjá hæstv. ráðherra sem hér kom fram, sérstaklega núna síðast. Hæstv. ráðherra segir að það séu engin áform um að breyta þeim rétti sem búsetufélagar hafa haft, þ.e. þeir fái áfram þessa hlutareign og búseturétt upp á 10--30%. Þá stendur það eina eftir í skoðanaskiptum okkar hvort frv. tryggi það. Ef félmn. kemst að því að einhverjir vankantar séu á frv., það hafi ekki verið tryggt nægilega í þessu eða hinu frumvarpinu að það verði, miðað við yfirlýsingu ráðherrans, þá mun hann varla hafa á móti því að félmn. breyti þá ákvæðum frv. sem tryggi það þá að búsetufélagar hafi óbreyttan rétt.