Heimkoma háhyrningsins Keikós

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 14:23:45 (4578)

1998-03-11 14:23:45# 122. lþ. 84.5 fundur 505. mál: #A heimkoma háhyrningsins Keikós# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[14:23]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna síðustu fyrirspurnarinnar get ég lýst þeirri skoðun minni sem ég hef oft lýst áður að ég tel að hvalaskoðun þurfi ekki að trufla áform okkar um hvalveiðar. Samkvæmt skoðunum mínum og tilfinningum er mjög auðvelt að sameina þetta hvort tveggja að sýna fólki hvali og veiða þá jafnframt. En við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að það viðhorf sem ég er að lýsa sem mínu þarf ekki að vera viðhorf annarra. Ég held að við þurfum að gera okkur alveg fulla grein fyrir því og ugglaust er það svo um marga a.m.k. í Bandaríkjunum að þeir eru annarrar skoðunar en ég í þessu mati eins og þeir eru um réttmæti þess að veiða hvali á vísindalegum grundvelli. Það er svo veruleiki sem við þurfum líka að hafa í huga.