Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 15:04:28 (4716)

1998-03-17 15:04:28# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[15:04]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Megininntakið í þessum breytingum eða stór hluti af því er náttúrlega að menn eru að losa sig við óþarfa kostnað þannig að fjármunirnir sem fyrir hendi eru nýtist húsbyggjendum og íbúðarkaupendum sem best en tapist ekki í kerfinu sjálfu. Það hljóta menn almennt að telja að sé til bóta. Þegar nefnt er að í athugasemdum fjmrn. sé ekki gert ráð fyrir þeim fjármunum sem lúti að þeim lánum sem eru fyrir hendi nú og niðurgreiðslum vegna þeirra, þá er það einmitt vegna þess að frv. breytir ekki slíku. En menn eru jafnbundnir af því eins og menn hafa verið hingað til, án tilkomu þessa frv. Það gefur auga leið.

Varðandi hins vegar sparnað þá verða menn náttúrlega að gera ráð fyrir þeim tölum sem falla til í framtíðinni ef frv. verður ekki samþykkt.

Og varðandi síðasta atriðið sem hv. þm. spurði um þá eru menn að byggja á þeirri stöðu sem upp er komin þegar frv. hefur verið samþykkt. Menn vissu því að hverju þeir gengu áður og menn vita að hverju þeir ganga eftir að frv. hefur verið samþykkt.