1998-03-18 00:07:15# 122. lþ. 89.95 fundur 261#B afgreiðsla stjórnarfrumvarpa# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[24:07]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir góðar undirtektir undir mín orð áðan, að hann muni beita sér fyrir því að athugasemdir mínar verði ræddar á vettvangi forsn. Ég tel það mikilvægt að þau orð forseta liggi fyrir. Jafnframt verð ég að segja að ég tel að lítill sómi hafi verið að orðum forsætisnefndarmannsins, hv. þm. Guðna Ágústssonar, og hefði talið betra að fá Jóhannes Kristjánsson sjálfan í ræðustólinn.