1998-03-18 00:07:50# 122. lþ. 89.95 fundur 261#B afgreiðsla stjórnarfrumvarpa# (um fundarstjórn), GÁ
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[24:07]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. (ÖS: Það er Jóhannes sem talar.) Það er rétt að Jóhannes Kristjánsson er góður. (Gripið fram í: Þú ert betri.) En ég vildi fyrst og fremst segja það við hv. þm. Reykn. að ég bar ekki neinar sakir á stjórnarandstöðuna. Hún hefur staðið sig vel í vetur. Hún hefur bæði verið málefnaleg og haft sig hóflega í frammi. Hún á þakkir skilið og ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Ágústi Einarssyni fyrir hvernig hann greiddi fyrir störfum í kvöld og vakti t.d. athygli á því hversu mikilvæg sú atkvæðagreiðsla væri sem hér fór fram vegna starfa efh.- og viðskn. á morgun. Fyrir þetta ber allt að þakka. Ég hef ekkert við hann að sakast.

Fyrst og fremst vildi ég vekja athygli á því að það væri ekki rétt að við stjórnarsinnar værum fáir. Auðvitað höfum við vakað yfir þessari umræðu og beðið eftir þessari atkvæðagreiðslu. Ég var fyrst og fremst að gera athugasemd við þau ummæli sem mér fannst liggja í orðum hv. þm. Svavars Gestssonar að við værum hér fáir en við erum hér margir. En telji nú hver sem getur.