Ábyrgð byggingameistara

Miðvikudaginn 18. mars 1998, kl. 14:02:00 (4837)

1998-03-18 14:02:00# 122. lþ. 90.4 fundur 514. mál: #A ábyrgð byggingameistara# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 122. lþ.

[14:02]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég tel að hér sé verið að hreyfa mjög athyglisverðu máli. Og það er gaman að velta því fyrir sér hvernig ábyrgð er varið. Ég held að ábyrgð sé fyrst og fremst siðferðileg hjá iðnmeisturum. Ábyrgð þeirra tengist t.d. ekkert húsbyggingum sem þeir hafa verið skráðir iðnmeistarar fyrir. Þeir hafa engan forgang um áframhaldandi vinnu við húsnæði þar sem þeir hafa verið meistarar þó að það hafi ekki verið klárað í byggingu á einhverjum tíma.

Það er líka ástæða til að velta fyrir sér ábyrgð vegna efna, efniskaupa og t.d. stáli sem er notað í byggingar, og steypuefni, eins og kom fram áðan hjá hæstv. iðnrh. Það er kannski ástæða til að spyrja hæstv. iðnrh. hvort honum sé kunnugt um hversu oft hafi verið krafist ábyrgðar af hálfu kaupenda til iðnmeistara. Ég hef varla heyrt um að það hafi gerst. Þess vegna er ástæða til að setja fram einhvers konar löggjöf um þetta mál frekar.