Vinna í nefndum

Fimmtudaginn 19. mars 1998, kl. 10:41:05 (4887)

1998-03-19 10:41:05# 122. lþ. 91.91 fundur 265#B vinna í nefndum# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 122. lþ.

[10:41]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þær góðu viðtökur sem við fáum hjá forseta við þeirri hörðu gagnrýni sem við komum fram með. Ég treysti því að í orðum hans felist að hann muni taka þetta mál til alvarlegrar umræðu við ríkisstjórnina sem virðist engan skilning hafa á því að þegar mál hafa komið hingað inn í þingið á eftir að fara fram gífurleg vinna við þessi sömu mál í nefndum þingsins. Ég vil bara nefna það vegna þess að ég á sæti í félmn. að þar eru einhver stærstu, viðamestu og pólitískustu mál þingsins um þessar mundir, húsnæðisfrv. og sveitarstjórnarlög með hálendismálinu innan borðs eins og við kjósum að kalla það. Þar er líka að finna mjög þýðingarmikið pólitískt mál fyrir fólkið í landinu og fyrir helming þjóðarinnar, konur, sem er framkvæmdaráætlun í jafnréttismálum sem ég óttast að verði bara hent fyrir róða í baráttunni um þessi stóru mál.

Ég þakka forseta fyrir undirtektir hans og treysti því að hann reyni að brýna sína liðsmenn með það að svona getum við ekki haldið áfram.