Álit ESA-dómstólsins um lög um ábyrgðasjóð launa

Mánudaginn 23. mars 1998, kl. 15:16:46 (4994)

1998-03-23 15:16:46# 122. lþ. 92.1 fundur 267#B álit ESA-dómstólsins um lög um ábyrgðasjóð launa# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 122. lþ.

[15:16]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér sýnist vera um að ræða afar stórt mál. Ég tek undir með hæstv. ráðherra að auðvitað er mikið undir í málinu. Mér sýnist mjög eðlilegt að íslensk stjórnvöld leitist við að gæta okkar stöðu í þessu efni, þ.e. að íslensk lög séu það sem gildir því að ef annað kemur á daginn stöndum við sannarlega illa gagnvart þeim samningi sem við samþykktum hér, meiri hluti á Alþingi m.a., staðfesti á sínum tíma um hið Evrópska efnahagssvæði. Í fréttinni í hádeginu kom fram að hver sem niðurstaðan yrði þá yrði hún mjög ráðandi í málinu og snerti stöðu samningsins að ýmsu leyti. Eins og menn muna var mjög deilt um réttarstöðuna, þ.e. réttarákvæðið samkvæmt samningnum, ekki síst stjórnarskrána og dómsmálaþáttinn. (Forseti hringir.) Þó það varði það sem hér er um að ræða ekki beint þá er eðlilegt að menn hugsi til þeirrar miklu umræðu sem þá fór fram.