Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:53:27 (5157)

1998-03-25 14:53:27# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:53]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er mikill misskilningur hjá hv. þm. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgir með frv. sem fylgiskjal og er hluti af lögunum og miðlunartillagan fær þannig beint lagagildi, grein fyrir grein, en það var að sjálfsögðu óþarfi að lögfesta inngangsorðin sem kváðu á um að frv. yrðu lögð fram á Alþingi og samþykkt hér vegna þess að þau frv. hafa verið lögð fram. Menn lögfesta ekki með öðrum orðum að frv. skuli lögð fram sem þegar hafa verið lögð fyrir þingið. Það er því alveg augljóst að hv. þm. fer villur í túlkun sinni á því að inngangsorðin fylgja ekki með.