Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:56:50 (5160)

1998-03-25 14:56:50# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:56]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það skiptir vissulega máli í umræðunni undir hvers slags hótunum menn ganga til verka. Vegna þess að áðan var minnst á það undir hvaða formerkjum sjómenn greiddu atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara þá stóð í því skjali sem greidd voru atkvæði um að forsenda miðlunartillögunnar væru frumvarpsdrögin þrjú og jafnframt kom fram að yrði tillagan samþykkt væri kominn á gildandi kjarasamningur en yrðu frv. ekki að lögum á þessu þingi félli kjarasamningur aðila sjálfkrafa úr gildi án uppsagnar. Svona mikilvæg voru frumvarpsdrögin þrjú þá. Mikilvægi þeirra virðist hafa rénað og fleira virðist hafa breyst af því sem fyrirheit voru gefin um.

Herra forseti. Ég held að þau mál sem við erum að fara að fjalla nú um séu mun alvarlegri og öll aðkoma að þeim sé mun alvarlegri af hálfu ríkisstjórnarinnar en leit út fyrir þegar umræðan hófst í dag. Þær upplýsingar sem hæstv. ráðherra hefur gefið og fram hafa komið eru mjög alvarlegar.