Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 21:05:54 (5178)

1998-03-25 21:05:54# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[21:05]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Árni Johnsen hlýtur að skilja það sem fram kemur í frv. um kjaramál sjómanna, þar sem sagt er að nánar verði ákveðið hvar námskeiðin skulu haldin. Hann getur þess sérstaklega að það eigi að vera í Reykjavík en sagði að lokum að tölvutæknin væri orðin slík að ekkert þyrfti að binda þetta við Reykjavík. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna hann var að nefna Reykjavík í ræðu sinni.

Hins vegar kostar siglingarsamlíki nokkra peninga og sjálfsagt verður ekki hægt á næstu árum að taka tölvuna á skrifborðinu heima hjá sér í notkun eins og siglingarsamlíki. Um einhver ár enn verða menn að koma til þeirra staða þar sem þessi tæki eru til staðar til þess að æfa sig og þjálfa.

Hins vegar er þetta aukaatriði í öllu málinu. En ég vildi aðeins gera athugasemdir við þennan málflutning um það að Reykjavík væri alvond fyrir þá sem endurmenntunarnámskeið sækja.