Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 21:07:17 (5179)

1998-03-25 21:07:17# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[21:07]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Ég harma að hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson skuli hafa lagt mér þau orð í munn að ég sæi allt svart í Reykjavík. Hann getur aldrei hafa fundið því stað í orðum mínum. Kannski er verið að elta ólar við smáatriði í þessu dæmi þar sem stórt ,,ef`` er á bak við. En þetta er óklárt í uppsetningunni og við þekkjum tilhneigingu ráðuneyta til að búa til apparat. Tilhneiging ráðuneytanna er að búa til apparatið í Reykjavík. Það þarf ekki að vera af hinu illa en í þessu tilviki er það óþarfi og ástæða til að horfa til allra annarra kosta fremur, að endurmenntunin eigi sér stað á vettvangi sjómannanna sjálfra og jafnvel í skipum þeirra.