Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 21:49:15 (5184)

1998-03-25 21:49:15# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[21:49]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef áður lýst því að ég hef ákveðinn ótta af hinum miklu fólksflutningum af landsbyggðinni til Reykjavíkur, sem er Reykvíkingum ekki til hagsbóta, ég vil geta þess. Ég gæti því alveg og mun taka vel í það að skoða þær tillögur sem hv. þm. kemur með, sérstaklega ef hann ætlar ekki að setja þær á neinn ákveðinn stað sem honum er hugnanlegur. Það á sérstaklega við um Verðlagsstofuna. Kvótaþingið mundi ég helst vilja framselja til Verðbréfaþingsins eða einhverra annarra aðila sem hafa á þessu þekkingu og reynslu og geta örugglega gert það miklu ódýrara en einhverjir óreyndir menn úti á landi. (Gripið fram í: Og hafa rakara þar líka.)