Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 15:53:47 (5568)

1998-04-16 15:53:47# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[15:53]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Frv. um gagnagrunna er á dagskrá til 1. umr. og það hefur verið ljóst í nokkra daga að það yrði tekið fyrir í dag og til efnislegrar umræðu og að þeirri umræðu lokinni fer það mál til hv. heilbr.- og trn.

Ég hef sagt alveg frá upphafi að mér finnst ekki rétt að pressa á þetta mál og ég er ekki að pressa á þetta mál. Þetta mál fær nú hér efnislega umræðu og það er það sem skiptir máli. Síðan fer það til hv. heilbr.- og trn. og hraðinn þar fer eftir því hvort hv. þm. eru jákvæðir fyrir því að klára málið eða ekki. Ef það klárast ekki nú verður þráðurinn að sjálfsögðu tekinn upp aftur í haust og þá verður málinu lokið, í haust, ef það næst ekki nú. Það er augljóst mál. Ég held að málinu sé til framgangs að við hefjum nú efnislega umræðu um það því að það er það sem máli skiptir.