Áskorun til Alþingis varðandi frv. um skipulag miðhálendisins

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 13:45:10 (5606)

1998-04-21 13:45:10# 122. lþ. 108.92 fundur 312#B áskorun til Alþingis varðandi frv. um skipulag miðhálendisins# (aths. um störf þingsins), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[13:45]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefur heyrt þessar athugasemdir hv. þingmanna og ítrekar að þetta mál er ekki á dagskrá nú eða önnur sem hér hafa verið nefnd og geta ekki komið á dagskrá fyrr en í næstu viku þar sem dagskrá morgundags hefur þegar verið ákveðin og næsti fundur þar á eftir er ekki fyrr en á þriðjudaginn kemur. Forseti mun ræða dagskrá næstu viku að venju við formenn þingflokka og hæstv. ráðherra sem hlut eiga að máli.