Aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum

Miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 14:54:09 (5712)

1998-04-22 14:54:09# 122. lþ. 110.5 fundur 592. mál: #A aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum# þál. 27/122, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 122. lþ.

[14:54]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill, án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr þeim ágætu ræðum sem hér hafa verið fluttar, vekja athygli á samkomulagi sem gert mun hafa verið milli þingflokka um að taka á dagskrá 26 mál á þessum fundi og þar af hafa einungis fimm komist til umræðu enn, en það var gert á þeim forsendum og með því samkomulagi að ekki yrði um mjög langar umræður að ræða um hvert mál. Auðvitað verður þingheimur að ráða því endanlega hversu langar umræðurnar verða, en vildi vekja athygli á þessu samkomulagi þannig að hv. þm. gætu þá tillit tekið til þess.