Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:25:35 (5859)

1998-04-28 22:25:35# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:25]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi hlut Reyknesinga svaraði ég því í fyrra andsvari mínu og ætla ekki að endurtaka það hér. Ég hef ekki tíma til þess. Ég vil bæta því við að hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði að ég hefði verið á móti því sem kom fram í frv. á fyrri stigum og það er rétt. Hins vegar er núna búið að tryggja það sem ég vildi, þ.e. að miðhálendið verður ein skipulagsleg heild. Það var ekki tryggt á fyrri stigum málsins. Nú er það tryggt með framkomu samkomulags um skipulags- og byggingarmál. Þar er tekið fast á því að það á að skipuleggja miðhálendið sem eina heild. Það er ekkert heimildarákvæði. Það á að gera það og ég er mjög sátt við að það náðist fram.