Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 21:23:00 (5937)

1998-04-29 21:23:00# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[21:23]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þó að ég hafi tekið fast til orða vil ég endurtaka það sem ég sagði áðan. Þetta snýst ekki um átök milli þéttbýlis og dreifbýlis. Eins og ég sagði áðan virði ég öll þau réttindi sem menn hafa og ég virði líka það fólk sem þar býr og vil með engum hætti halla á það. En það er einfalt mál að við verðum að taka tillit hver til annars, þéttbýlisbúar til dreifbýlismanna og öfugt. Til þess að tryggja að svo verði gert þurfa allir aðilar, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar, að eiga aðild að þegar vélað er um öll hin stærri og veigameiri mál.