1998-04-30 00:49:11# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[24:49]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Fyrr í kvöld var spurt um það hve lengi við mundum halda áfram og þá tjáði forseti að yfirlýsing um það kæmi af forsetastóli um miðnættið. Klukkan er nú að verða eitt. Við höfum verið að síðan hálfellefu í morgun. Ég vil inna forseta eftir því hve lengi hann hyggist hafa fundinn í kvöld.

Í gær var ákveðið að það yrðu kvöldfundir tvö kvöld í röð, ekki næturfundur. Eftir að við fórum að hafa nefndardaga, sem gera það að verkum að við byrjum klukkan hálfellefu á morgnana, þá er þetta sambærilegt við að við hefðum byrjað hálftvö í dag og verið til fjögur um nóttina. Þess vegna spyr ég: Hvað hyggst forseti fyrir?