1998-04-30 00:51:06# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[24:51]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég skil vel að hæstv. forseti vilji reyna að stytta mælendaskrána eins og kostur er, miðað við allar aðstæður. Nú er klukkan að verða eitt og ég held að það væri skynsamlegt að við reyndum að átta okkur á því hvenær þessum fundi gæti lokið. Auðvitað er bersýnilegt að mælendaskráin tæmist ekki í nótt. Það er bara spurning um það hversu margir verða eftir í fyrramálið. Ég held því að það væri skynsamlegra, með hliðsjón af öllum aðstæðum, að sjá fram úr því núna. Auk þessa er atkvæðagreiðsla boðuð, skilst mér, kl. hálfellefu í fyrramálið. Ég mundi vilja mælast til þess við forseta að hann beitti sér fyrir því að haldinn yrði fundur hið fyrsta til að fastsetja nokkurn veginn lokatímann á þessari nóttu.

(Forseti (StB): Forseti vill benda á að það er að sjálfsögðu mjög undir hv. þm. komið hversu auðvelt er að tímasetja fundarlok. Það er að sjálfsögðu háð lengd á ræðum og m.a. þeirrar sem næst verður flutt.)