Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:44:35 (6040)

1998-04-30 11:44:35# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:44]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Nú er að koma í ljós að umrætt frv. virðist snúast um arðgreiðslufyrirkomulag sveitarfélaga. Þá er vonandi hægt að óska eftir skýringum frá hv. þm. Hann ræddi um að menn yrðu að koma í veg fyrir að greiddur yrði arður út úr borgarfyrirtækjum með vafasömum hætti, ef ég hef skilið hann rétt, og þessi löggjöf væri öll til bóta hvað það varðar. Ég held að nauðsynlegt sé að hv. þm. upplýsi þann þátt.

Ég vildi spyrja hv. þm. um skipulagsþáttinn. Hvernig telur hann að þéttbýlisbúar eigi að koma að skipulagningu miðhálendisins? Er skoðun hans virkilega sú að eðlilegt sé að þar sem 2/3 hlutar þjóðarinnar búa hafi menn enga aðild að núverandi samvinnunefnd og mjög litla og óljósa að hinni nýju í frv. sem má ekki ræða? Finnst honum þetta í reynd og sannleika vera sanngjörn málamiðlun gagnvart sveitarfélögum í dreifbýli og sveitarfélögum í þéttbýli?

Ég vildi einnig spyrja hv. þm. hvort hann gæti þá ekki hugsað sér að kippa út úr þessu ágæta frv. veigameiri þáttum og geyma þá fram á haustið.