Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:48:43 (6043)

1998-04-30 11:48:43# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:48]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég benti á það fyrr í þessari umræðu að ýmsir koma að því að gera svæðisskipulag. Það er gert ráð fyrir því að sérstök samráðsnefnd fjalli þar um eins og hugmyndir manna eru uppi um núna. Auk þess kemur Skipulagsstofnun ríkisins mjög að þessu máli, þ.e. að gerð svæðisskipulags en svæðisskipulagsáætlun fjallar um það hvernig eigi að nýta landið, m.a. með mannvirkjagerð.

Ég tel að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi e.t.v. þegar til kastanna kemur meiri áhrif á framvindu þess sem gerist í skipulagi miðhálendisins en menn vilja vera láta í dag í gegnum Skipulagsstofnun ríkisins, sem er auðvitað leiðandi aðili hvað þetta varðar, ekki síst vegna laga um umhverfismat, Skipulagsstofnun ríkisins fer með þann þátt skipulagsmálanna þ.e. umhverfismatið og það vald er mikið.