Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 12:01:52 (6053)

1998-04-30 12:01:52# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[12:01]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar að tala stutt í þinginu. Árangur yrði vafalaust ekkert minni af slíkum málflutningi.

En hvernig á að ná sátt? Það liggur fyrir. Hér er til umræðu frv. og brtt. frá hv. félmn. auk þess sem verið er að ræða ítrekað um hugsanlegar breytingar á skipulags- og byggingarlögum og þannig tel ég að við ættum að geta náð ásættanlegri niðurstöðu í málinu.

En ég ítreka það sem ég sagði fyrr að ég tel ekki skynsamlegt að þvinga í gegnum þingið á næstu dögum breytingum á skipulags- og byggingarlögum. Þetta er það mikilvægur lagabálkur að gefa verður fulltrúum sveitarfélaga færi á að veita umsagnir og koma til nefndar til þess að fjalla um málið þannig að enginn tími er til þess að gera þær breytingar.