1998-05-06 01:20:09# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, Frsm. minni hluta RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[25:20]

Frsm. minni hluta félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er nú orðið meira en kvöldsett og eins og kunnugt er var áformað að hafa kvöldfund í kvöld, þann fyrsta af þremur í þessari viku. Nú er klukkan orðin 20 mín. yfir eitt og ég ætlaði að inna forseta eftir því hvað hann hygðist halda lengi áfram í kvöld og hvort búið væri að ákveða endalok þessa fundar.

(Forseti (GÁ): Forseti getur upplýst að nú er engin miskunn hjá Magnúsi og það verður haldið áfram.)

Virðulegi forseti. Ég var ekki að spyrja um miskunnsemi og þaðan af síður grimmd, heldur afskaplega ljúflega hvort búið sé að ræða það hjá forsetadæminu hvenær fundi muni ljúka.