Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:08:59 (6331)

1998-05-08 14:08:59# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:08]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er. Því miður er þetta frv. allt vanbúið. Í fyrsta lagi er 1. gr. þess er lýtur að hálendismálum ávísun á vandamál. Að öðru leyti er frv. metnaðarlaust hvað viðvíkur sjálfstæði sveitarfélaga í landinu og er skref aftur á bak hvað varðar samskipti framkvæmdarvalds og sveitarfélaga. Það er deginum ljósara að mínu áliti að þetta mál eigi að hvíla og taka upp á nýjan leik á haustþingi. Því segi ég auðvitað já.