Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:32:06 (6350)

1998-05-08 14:32:06# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:32]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Í tengslum við þetta frv. hafa verið lögð fram frv. um þjóðlendur og frv. til breytinga á skipulags- og byggingarlögum. Samkvæmt þjóðlendufrv. verður ríkið eigandi alls hálendis Íslands. Hæstv. forsrh. mun fara með þá eign í umboði þjóðarinnar. Hann mun leyfa eða banna byggingar, skotveiðar og annað það sem eigendur lands venjulega leyfa og banna.

Skipulagi hálendisins verður þannig háttað að það skal svæðisskipulagt sem ein heild og sú stefna verði tekin inn í aðalskipulag hlutaðeigandi sveitarfélaga. Að svæðisskipulaginu koma fulltrúar þéttbýlisstaða og fulltrúar tveggja ráðuneyta, auk fulltrúa aðliggjandi sveitarfélaga.

Herra forseti. Þetta er góð lausn á óvissuástandi í skipulagsmálum hálendisins og ég segi já.