Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:51:24 (6360)

1998-05-08 14:51:24# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:51]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það kemur nú æ betur í ljós að fleiri og fleiri atriði í þessu frv. þarfnast betri skoðunar og eru vafasöm og kemur nú eitt atriði til enn. Auðvitað styður þetta enn frekar þá tillögu sem lögð hefur verið fram í þinginu og hefur verið studd mjög af almenningsáliti og fjölmörgum félagasamtökum, að málinu verði ekki lokið í vor. Ég ítreka það að félmn. hlýtur að skoða það mjög alvarlega miðað við þá stöðu sem er nú að koma í ljós.