Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 12:27:48 (6581)

1998-05-13 12:27:48# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[12:27]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þessi grein hljóðar svo:

,,Þrátt fyrir ákvæði III. og IV. kafla er heimilt án leyfis að rannsaka og hagnýta á eignarlandi berg, grjót, möl, leir, sand, vikur, gjall og önnur slík gos- og steinefni, svo og mold, mó og surtarbrand.``

Þessari nýtingu eða rannsóknum fylgja engin umhverfisskilyrði og öllum ábendingum umhverfisstofnananna, eins og Náttúrurfræðistofnunar, Náttúruverndar ríkisins og Skipulagsstofnunar í þessu efni er hafnað. Hér er verið að efna til verulegrar hættu fyrir landið ef menn vaða í nýtingu á þessum efnum án þess að með því sé neitt eftirlit. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari grein, herra forseti.